Fiskveiðiráðið fyrir norðanvert Kyrrahafið hefur ákveðið heildarkvóta fyrir Beringshafið og Aleutian-eyjar. Kvótinn í alaskaufsa verður 1.270 þúsund tonn sem er 4% aukning miðað við veiðarnar 2012.

Þessar upplýsingar koma fram á vefnum fis.com. Kvótinn fyrir kyrrahafsþorsk minnkar lítillega og verður 260 þúsund tonn.

Á sama hátt er ufsakvótinn í Alaskaflóa aukinn um 5 þúsund tonn og verður 121 þúsund tonn. Þorskur minnkar um 5 þúsund tonn og verður tæpt 61 þúsund tonn.