Kolmunnakvóta ársins 2015 hefur verið úthlutað. Íslendingar mega veiða tæp 203 þúsund tonn á þessu ári. Um 192 þúsund tonnum hefur verið úthlutað beint á skip samkvæmt aflahlutdeild en 11 þúsund tonn fara í pottana svonefndu.

Mestur kolmunnakvóti kemur í hlut Beitis NK, eða 25 þúsund tonn, og þar næst til Barkar NK, um 23.400 tonn. Þessi tvö skip, sem Síldarvinnslan gerir út, eru með um 25% kolmunnakvótans. Jón Kjartansson SU er þriðji hæstur með um 21 þúsund tonn.

Sjá nánar á vef Fiskistofu .