Tvö færeysk loðnuskip voru á Fáskrúðsfirði í gær með afla til vinnslu hjá Loðnuvinnslunni, að því er fram kemur í frétt á vef fyrirtækisins.

Júpiter landaði í gær um 1.050 tonnum af loðnu hjá LVF og fór loðnan bæði til frystingar og bræðslu.

Finnur Fríði kom síðan í gær með um 1.800 tonn af loðnu.