Bjarki Þór Elvarsson sérfræðingur á Veiðiráðgjafarsviði Hafrannsóknastofnunar hlaut doktorsgráðu í tölfræði frá Raunvísindadeild Háskóla Íslands í maí 2015 og Gísli A. Víkingsson sérfræðingur og yfirmaður hvalrannsókna á Hafrannsóknastofnun hefur nú í janúar hlotið doktorsgráðu í vistfræði hvala frá sjávarlíffræðideild Háskólans í Tromsø í Noregi.
Sjá nánar á vef Hafrannsóknastofnunar.