Tveir smábátar frá Bolungarvík Sirrý ÍS og nýjast báturinn í flotanum, Fríða Dagmar ÍS, réru mjög stíft í maí og náðu báðir þeim áfanga að fiska meira enn 200 tonn hvor bátur, að því er fram kemur á vefnum aflafrettir.com
Bátarnir einbeittu sér að steinbít og voru að veiðum vestur af Hornbjargi. Aflin hjá Sirrý ÍS fór í 218 tonn og er það þriðji mesti afli sem smábátur á Íslandi hefur náð í einum mánuði. Sami bátur hefur einnig náð öðrum mesta mánaðaraflanum sem var 221 tonn.
Fríða Dagmar ÍS var með um 202 tonn og er þetta sjötti mesti afli sem smábátur hefur náð á einum mánuði. Voru þessir tveir bátar með afgerandi meiri afla en næstu bátar sem á eftir komu, segir í vefnum.