Mikið var um hrefnu í Faxaflóa í upphafi vikunnar þegar Hrafnreyður KÓ veiddi 32. dýr vertíðarinnar, að því er fram kemur á vef hrefnuveiðimanna.

Reyndar hafa skipverjar á Hrafnreyði ekki séð eins mikið líf í flóanum í allt sumar og nú, allt iðandi af fulgalífi og hrefnu. Hrefnan var einnig mjög róleg eftir að sílið kom aftur enda hrefnurnar stútfullar af átu.

Konráð Eggertsson tók einnig eitt dýr í Ísafjarðardjúpinu á Halldóri Sigurðssyni ÍS, kvendýr sem gaf af sér fallegt kjöt, segir ennfremur á vef hrefnuveiðimanna.