Túnfiskarnir ellefu úr fyrstu veiðiferð Jóhönnu Gísladóttur GK voru slegnir á 680 þúsund krónur að meðaltali hver fiskur á fiskmarkaðnum í Tókíó í síðustu viku, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Meðalvigt fiskanna, eins og þeir voru seldir, var 132 kíló. Fyrir hvert kíló fengust því rúmlega fimm þúsund krónur.
Jóhanna Gísladóttir GK kom úr annarri túnfiskveiðiferð sinni í gær og landaði 14 túnfiskum, þannig að byrjunin á þessum veiðum lofar góðu.