Í morgun var skýrt frá því hér á vefnum að grænlenska makrílskipið Tuugaalik hefði fengið 21 túnfisk á makrílveiðum í grænlenskri lögsögu.
Í framhaldi af því höfðu Fiskifréttir höfðu samband við Regin Henriksen skipstjóra sem upplýsti að þeir hefðu fengið 17 stóra og fallega túnfiska í einu og sama holinu.
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Túnfiskinn fékk skipið við Austur-Grænland á veiðisvæði 14 b4, að sögn skipstjórans. Hann sendi Fiskifréttum meðfylgjandi myndir af þessum óvænta feng.