Norðmenn eru að setja sig í stellingar fyrir nýtt ævintýri í veiðum. Um er að ræða snjókrabba sem mikið er af í Barentshafi en lítið hefur verið nýttur til þessa.

Yfir 20 skip, þeirra á meðal norsk og rússnesk,eru komin á gildruveiðar á snjókrabba í norðanverðri Smugunni í Barentshafi innan um rækjuveiðiskip, eins og karlarnir á Brimnesinu urðu varir við og greint er frá hér í annarri frétt hér á vefnum.

Á vegum norsku hafrannsóknastofnunarinnar hefur verið gert greining á tekjumöguleikum í snjókrabbaveiðum og þróun stofnsins. Samkvæmt henni er áætlað að árlegur afli á næsta ári verði um 20.000 tonn, eftir tíu ár geti hann verið kominn í 50.000 tonn og eftir tuttugu ár í 70.000 tonn. Er getum að því leitt að aflaverðmætið gæti farið í 2,5 milljarða norskra króna á ári þegar fram í sækir. Það jafngildir 44 milljörðum íslenskra króna.