Samanlagt tap tólf stærstu þorskeldisfyrirtækja Noregs nam 525 milljónum norskra króna á síðasta ári eða sem svarar til ríflega 10 milljarða íslenskra króna. Þetta er mun verri afkoma en árið áður en þá nam tap sömu fyrirtækja rúmlega 4 milljörðum íslenskra króna.

Í Finansavisen er haft eftir fulltrúa frá útflutningsskrifstofu sjávarafurða í Noregi að rekja megi slæma afkomu í þorskeldinu til þriggja meginþátta. Framleiðslan sé lítil og kostnaður við hana hár. Til að bæta gráu ofan á svart hafi svo almennt verðfall á þorski gert þessari atvinnugrein enn erfiðar fyrir en ella.

Greint er frá þessu á vef LÍÚ .