Áætla má að loðnuvertíðin sem nú er að renna sitt skeið skili tæplega 12 milljörðum króna í útflutningsverðmæti, að því er Teitur Gylfason sölustjóri hjá Iceland Seafood segir í Fiskifréttum í dag. Þetta er aðeins þriðjungur af verðmæti síðustu vertíðar sem gaf tæplega 34 milljarða króna.

Teitur áætlar að frystar loðnuafurðir muni skila rúmum 8,3 milljörðum króna sem skiptist nokkurn veginn jafnt milli frystrar loðnu og loðnuhrogna. Þá muni mjöl og lýsi skila um 3,3 milljörðum.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.