Þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Snæfellsnesi voru kallaðar út í kvöld eftir að tilkynning barst um neyðarblys á svæðinu. Björgunareiningar voru síðan afturkallaðar þegar í  ljós kom að um var að ræða kínverskt ljósker.

Landhelgisgæslan brýnir fyrir þeim sem hafa í huga að senda upp slík ljósker að láta lögreglu vita um stað og tímasetningu til að viðbragðsaðilar séu upplýstir en Land¬helg¬is¬gæsl¬an verður að kanna hverja til¬kynn¬ingu sem berst um neyðarblys á lofti.