Frystitogarinn Blængur NK kom til Neskaupstaðar í gærmorgun að afloknum túr í Barentshafið. Veiði skipsins var 928 tonn upp úr sjó en túrinn tók alls 40 daga, þar af voru veiðidagarnir 33 talsins. Verðmæti aflans er 413 milljónir króna.

Heimasíða Síldarvinnslunnar heyrði hljóðið í Sigurði Herði Kristjánssyni skipstjóra þegar í land var komið.

Þorskur 90% aflans

„Aflinn okkar í túrnum er að mestu þorskur. Ég held að þorskur sé tæp 90% aflans. Veiðin var róleg og segja má að þetta hafi verið þolinmæðisvinna. Við tókum 100 hol í túrnum og var meðalafli í holi 9 tonn og meðalveiði á togtíma 1.560 kg. Vinnslan um borð gekk mjög vel og fór megnið af aflanum í dýrar pakkningar. Veitt var innan norskrar lögsögu á Fuglabanka, Garðarsbanka og K-bankanum. Veður var ágætt nánast allan túrinn. Við fengum þó brælu í restina á Garðarsbankanum. Við höfðum nokkur samskipti við norsku gæsluna og voru þau afar góð. Þeir komu um borð til okkar í lok túrs og fóru yfir málin. Við þurftum líka á þjónustu gæslunnar að halda þegar veiktist maður hjá okkur um borð. Það var brugðist skjótt við og kom þyrla 40-50 mínútum eftir að beiðnin frá okkur barst og flutti manninn í land þar sem hann fékk læknisþjónustu. Það er svo sannarlega gott að fá svona toppaðstoð. Næst á dagskrá hjá Blængi er mánaðartúr þar sem lögð verður áhersla á að veiða ufsa og grálúðu hér á heimamiðum. Gert er ráð fyrir að lagt verði úr höfn á miðvikudag,” segir Sigurður Hörður.

Frystitogarinn Blængur NK kom til Neskaupstaðar í gærmorgun að afloknum túr í Barentshafið. Veiði skipsins var 928 tonn upp úr sjó en túrinn tók alls 40 daga, þar af voru veiðidagarnir 33 talsins. Verðmæti aflans er 413 milljónir króna.

Heimasíða Síldarvinnslunnar heyrði hljóðið í Sigurði Herði Kristjánssyni skipstjóra þegar í land var komið.

Þorskur 90% aflans

„Aflinn okkar í túrnum er að mestu þorskur. Ég held að þorskur sé tæp 90% aflans. Veiðin var róleg og segja má að þetta hafi verið þolinmæðisvinna. Við tókum 100 hol í túrnum og var meðalafli í holi 9 tonn og meðalveiði á togtíma 1.560 kg. Vinnslan um borð gekk mjög vel og fór megnið af aflanum í dýrar pakkningar. Veitt var innan norskrar lögsögu á Fuglabanka, Garðarsbanka og K-bankanum. Veður var ágætt nánast allan túrinn. Við fengum þó brælu í restina á Garðarsbankanum. Við höfðum nokkur samskipti við norsku gæsluna og voru þau afar góð. Þeir komu um borð til okkar í lok túrs og fóru yfir málin. Við þurftum líka á þjónustu gæslunnar að halda þegar veiktist maður hjá okkur um borð. Það var brugðist skjótt við og kom þyrla 40-50 mínútum eftir að beiðnin frá okkur barst og flutti manninn í land þar sem hann fékk læknisþjónustu. Það er svo sannarlega gott að fá svona toppaðstoð. Næst á dagskrá hjá Blængi er mánaðartúr þar sem lögð verður áhersla á að veiða ufsa og grálúðu hér á heimamiðum. Gert er ráð fyrir að lagt verði úr höfn á miðvikudag,” segir Sigurður Hörður.