Ekki er að furða að erfiðlega hafi gengið að komast að samkomulagi um skiptingu makrílkvótans. Ætla má að heildarverðmæti makrílafurðanna gæti numið á bilinu 180-260 milljarða íslenskra króna.
Þetta kemur fram fram í grófri áætlun sem Fiskifréttir hafa gert og birtist í blaðinu í dag. Ef gert er ráð fyrir að heildarkvótinn verði ákveðinn 890.000 tonn í samræmi við ráðgjöf vísindamanna, sem Íslendingar hafa stutt, yrðu afurðaverðmætin nálægt 180 milljarðar íslenskra króna, þar af kæmi 21 milljarður í hlut Íslands. Ef hins vegar yrði farið að tillögum Norðmanna um 1,3 milljón tonna kvóta myndu heildarverðmætin verða um 260 milljarðar, þar af kæmi 31 milljarður í okkar hlut.
Í þessum dæmum er miðað við 200 ISK/kr meðalverð á kíló. Á þessum útreikningi þarf þó að hafa marga fyrirvara eins og fram kemur í blaðinu.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.