Togarar Fisk Seafood á Sauðárkróki halda áfram að skila sínu til hafnar. Greint er frá þremur nýjum löndunum á vef fyrirtækisins í dag.

Fram kemur að Drangey SK2 hafi komið til hafnar á Sauðárkróki til löndunar og að heildarmagn afla um borð hafi verið um 193 tonn. Uppistaða aflans hafi verið þorskur, ýsa og karfi.

Þá segir að Farsæll SH30 hafi komið til Grundarfjarðar með alls 65 tonn sem hafi að uppistöðu verið er ýsa og þorskur. Farsæll hafi meðal annars verið á veiðum vestan við Garðskaga og á Selvogsbanka.

Einnig kemur fram að Sigurborg SH12 hafi komið til hafnar í Grundarfirði til löndunar. Heildarmagn afla um borð hafi verið um 85 tonn, uppistaðan ýsa, þorskur og skarkoli. Sigurborg hafi meðal annars verið á veiðum norðvestan við Garðskaga.