Tíu hæstu greiðendur veiðigjalda á síðasta fiskveiðiári borguðu rúmlega tvo þriðju allrar upphæðarinnar. Þetta má lesa út úr lista Fiskistofu um álagningu veiðigjalda.
Alls voru álögð veiðigjöld á fiskveiðiárinu 2012/2013 rúmlega 12,7 milljarðar króna. Tvær útgerðir, HB Grandi og Samherji, greiddu til samans 26% af heildarfjárhæðinni.
Ekki er lokið álagningu veiðigjalda fyrir yfirstandandi fiskveiðiár þar sem ekki hefur enn verið lagt á vegna deilistofna og makrílafla.
Sjá nánar í Fiskifréttum.