Stakkavík í Grindavík er sem fyrr stærsta útgerðin í krókaaflamarkinu með um 7,3% af kvótanum í þessu kerfi. Tíu kvótahæstu útgerðir krókabáta ráða yfir 36,5% kvótans, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.
Um 340 útgerðir eru starfandi í krókaaflamarkinu og um 500 krókaaflamarksbátar eru skráðir. Í heild er kvóti krókaaflamarksbáta 33.412 þorskígildistonn. Þar af ráða 50 stærstu útgerðir yfir 24.990 þorskígildistonnum sem 73,6% af öllum aflaheimildum í krókaaflamarkskerfinu.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.