Tilraun sem gerð var í september síðastliðnum til að veiða utankvótafiskinn lýsu í smáriðin net í Faxaflóa leiddi í ljós að ýmis ljón eru í veginum og sum óvænt. Frekari rannsókna er þörf.
Frumkvæðið að þessari tilraun átti Eiður Ólafsson skipstjóri og útgerðarmaður Ísaks AK frá Akranesi og fékk hann Hafrannsóknastofnun til liðs við sig. Það sem fyrst og fremst setti strik í reikninginn í þessari tilraun var makríll á veiðislóðinni sem stíflaði netin og olli miklu netasliti.
,,Ef makríllinn hefði ekki verið til staðar hefði á sumum svæðum verið hægt að veiða lýsuna nokkuð hreina ef frá er talinn dálítill meðafli af smáýsu og smáþorski,” segir Eiður í samtali við Fiskifréttir.
Sjá nánar um tilraunina í Fiskifréttum í dag.