Doktorsnemi frá Kenía er í samvinnu við Matís og Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna að gera tilraunir með að þurrka og reykja loðnu sem ætluð er til sölu í stórmörkuðum í heimalandi hans. Þetta kemur fram í nýjustu Fiskifréttum.

Frumkönnun á sölumöguleikum lofar góðu og svo virðist sem neytendur í Kenía séu tilbúnir til að borga hærra verð fyrir þurrkaða loðnu en þurrkaðar sardínur sem eru ríkjandi á markaði þar.

„Verkefni felst í að bera saman þurrkun og reykingu á loðnu á Íslandi og sardínu í Kenía sem veidd er í Indlandshafi. Hugmyndin er að skapa markað fyrir þurrkaða og reykta loðnu samhliða sardínu í Kenía og víðar í Afríku,“ segir Sigurjón Arason yfirverkfræðingur hjá Matís og prófessor við Háskóla Íslands en verkefnið er unnið undir hans umsjón af Cyprian Ogombe Odoli doktorsnema frá Kenía.

Sjá nánar í Fiskifréttum.