Þurrkverksmiðjan Haustak hf. á Reykjanesi hefur frá því í fyrrahaust unnið að tilraunum með að þurrka saltfisk í þurrklefa. Víkingur Þór Víkingsson framleiðslustjóri segir að tilraunin hafi tekist vel og að fyrsta sendingin, 40 tonn, sé á leiðinni til Brasilíu.
,,Verðið sem við fáum er þokkalegt og stendur vel undir kostnaði. Norðmenn hafa setið að þessum markaði fram til þessa og við erum því að þreifa okkur áfram,“ segir Víkingur í samtali við Fiskifréttir.
Sjá nánar í Fiskifréttum.