Fyrsta langreyður árins kom á land í hvalstöðinni í Hvalfirði í morgun. Alls hafa þrír hvalir nú verið veiddir og fluttir að landi.

Að sögnRÚV kom Hvalur 8 með eina langreyði í snemma í morgun og Hvalur 9 síðan með tvö hvali.

Fram kemur í frétt RÚV að öryggi í í kring um hvalstöðina hafi verið hert, meðal annars með rafmagnsgirðingu.

Nokkur hópur manna er við hvalstöðina, þar á með þær Anahita Babaei og Elissa Bijou sem dvöldu í möstrum hvalveiðiskipanna tveggja í yfir sólarhring og mótmæltu þannig veiðunum.