Þrjú fyrirtæki eiga um helming kvótans í uppsjávartegundum, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum þar sem greint er frá erindi Teits Gylfasonar hjá Íslenskum sjávarafurðum sem hann flutti á Sjávarútvegsráðstefnunni í síðustu viku.
Teitur fjallaði um þróun veiða og vinnslu á uppsjávarfiski. Í máli hans kom fram að mikill uppgangur hefði verið í sjófrystingu í byrjun aldarinnar. Landvinnslan hefði síðan unnið á með tæknivæddum frystihúsum og bættri kælingu afla um borð í uppsjávarskipum. Vinnsluskip væru á hinn bóginn á undanhaldi. Á sama tíma hefur orðið mikil samþjöppun og fyrirtækjum í uppsjávargeiranum fækkað um helming.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.