Skoski fiskiskipaflotinn fær umtalsverða aukningu í veiðiheimildum í norskri lögsögu í nýlegum samningi milli ESB og Noregs.

Richard Lochhead, sjávarútvegsráðherra Skota, fagnar þessum samningi sem felur í sér 15% aukningu í þorski og 30% í ýsu fyrir skosk skip á næsta ári. Þau skip sem taka þátt í brottkastsbanni ESB fá 17% aukningu til viðbótar í ýsu.

Í heild er talið að samningurinn við Noreg gefi skoskum skipum tækifæri til að auka aflaverðmæti um sem nemur 15 milljónum punda (tæpum 3 milljörðum ISK).