ff

Bretland myndi verða fisklaust um þessar mundir ef landið þyrfti að treysta á fisktegundir í eigin lögsögu, að því er fram kemur í nýlegri skýrslu frá New Economics Foundation. Frá þessu er greint á fréttavef BBC.

Fiskur af heimamiðum Breta myndi duga þeim í um 233 daga á ári. Það þýðir að Bretar þurfa að flytja inn einn fisk á móti hverjum þremur sem þeir borða.

Bretar flytja inn meira en 101 þúsund tonn af þorski á ári, að verðmæti 372 milljónir punda (70 milljarða ISK). Þeir flytja einnig inn 60 þúsund tonn af ýsu fyrir 156 milljónir punda (29 milljarða ISK). Megnið af þessum fiski kemur frá löndum utan ESB, svo sem Íslandi, Noregi og Kína.