Þriðja hrefna sumarsins var veidd í Faxaflóa í gær. Það var Hafsteinn SK sem tók dýrið. Hrefnunni verður landað í dag og kjtöið af henni unnið fyrir veitingahús og verslanir, að því er segir á vef hrefnuveiðimanna.

Veiðar á hrefnu hafa gengið heldur hægt. Hafsteinn SK veiddi fyrstu hrefn sumarsins í Faxaflóa 9. maí. Tveir bátar hafa hafið veiðar, Hrafnreyður KÓ fyrir utan Hafstein.