Þriðja hrefna sumarsins veiddist í Faxaflóa í gærmorgun. Um er að ræða frekar stórt kvendýr eða um 9 metra langt. Hafsteinn SK-3 mátti hafa sig allan við að draga dýrið um borð, en allt gekk vel að lokum, segir á vef Hefnuveiðimanna ehf.
Skipverjar fóru beint í að skera dýrið um borð og koma kjötinu í kælingu. Stefnt var að því að landa í gærkvöldi og hefja vinnslu í morgun þegar dýralæknir hefði heilbrigðisskoðað dýrið. Kjötið af hrefnunni ætti því að vera komið í verslanir á dag eða á morgun.
Hafsteinn SK heldur strax aftur út í Faxaflóa til veiða.
Mikil af hrefnu er í Faxaflóa núna og var mikið líf í gær og fyrradag. Hrefnan er rólegri en síðustu daga og virðist vera búin að fá nægt æti, segir ennfremur á vefnum.