Árið 2014 er þriðja árið frá upphafi skráninga sem engin banaslys verða meðal íslenskra sjómanna hér við land. Þá hefur skráðum slysum fækkað og hafa aldrei verið færri en ´anýliðnu ári, alls 201 en voru 229 á árinu 2013.
Þetta kemur fram í viðtali við Hilmar Snorrason, skólastjóra Slysavarnaskóla sjómanna í sérstöku aukablaði um öryggi sjómanna sem fylgir Fiskifréttum í dag.
Þar kemur einnig fram að þrátt fyrir góðan árangur á þessu sviði sé misbrestur á þjálfun nýliða um borð í íslenskum skipum, gerð áhættumats og æfingum, sem þó er skylt að framkvæma einu sinni í mánuði í skipum sem eru lengri en 15 metrar.
Sjá nánar í Öryggi sjómanna sem fylgir Fiskifréttum.