Alls náðu 13 skip því marki að fiska fyrir meira en tvo milljarða króna hvert á nýliðnu ári samanborið við 17 skip árið á undan, að því fram kemur í samantekt Fiskifrétta sem birt er í blaðinu í dag.

Nú sem fyrr skilaði Samherjaskipið Vilhelm Þorsteinsson EA mestu aflaverðmæti eða 3.627 milljónum króna. Frystitogarinn Kleifaberg RE, sem Brim gerir út, fiskaði fyrir 3.005 milljónir. Uppsjávarskipið Aðalsteinn Jónsson SU, skip Eskju á Eskifirði, varð í þriðja sæti með 2.900 milljónir króna.

Sjá nánar listann yfir skip með mest aflaverðmæti 2014 í Fiskifréttum.