Frá árinu 1990 hefur afli á hvern sjómann í Noregi á ári þrefaldast, farið úr 58 kílóum í 180 kíló. Þetta stafar bæði af auknum afla og fækkun fiskiskipa, en sjómönnum á þessum tímabili hefur fækkað um helming.
Um síðustu áramót voru 11.308 skráðir sjómenn á norska fiskiskipaflotanum og tala fiskiskipa 5.952. Í báðum tilvikum var um 3% fækkun að ræða milli ára.
Á síðasta ári höfðu 9.278 menn sjómennsku að aðalstarfi í Noregi en 1.930 að hlutastarfi. Konur með sjómennsku að aðalstarfi voru 258 talsins.
Þetta eru tölur frá norsku fiskistofunni.