ff
Á fyrstu fimm mánuðum ársins voru fluttar úr afurðir úr þörungum frá Síle fyrir um 104 milljónir dollara sem eru um 12,5 milljarðar íslenskra króna, að því er fram kemur á fis.com.
Hér er um tæplega 16% aukningu að ræða frá sama tíma í fyrra. Þörungaafurðir eru víða mikilvægar meðal fiskveiðiþjóða og þjóða sem stunda fiskeldi.
Meðalverð á öllum þörungaafurðum er 2.829 dollarar á tonnið sem er tæplega 13% verðhækkun frá sama tíma í fyrra. Þurrkaðir þörungar eru aðalframleiðsluvaran.