Hráefnisverð á helstu fisktegundum eftir ráðstöfun aflans fyrir árið 2011 liggur nú fyrir á vef Verðlagsstofu skiptaverðs. Í ljós kemur að meðalverð á slægðum þorski og ýsu á íslensku fiskmörkuðunum var rúmlega þriðjungi hærra en meðalverð í beinum viðskiptum.

Þá má nefna að meðalverð á leigukvóta þorsk var  rösklega fjórðungi hærra en meðalverð þorskafla í beinum viðskiptum og slagaði hátt í fiskmarkaðsverð á þorski.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.