Bátasmiðjan Trefjar afhenti á dögunum tæplega ellefu metra smábát með beitningarvél sem fengið hefur nafnið Aksen B.  Kaupandinn er Bjarni Sigurðsson skipstjóri og útgerðarmaður í Tromsö í Noregi ásamt fleirum. Þetta er annar bátur sömu gerðar sem þeir kaupa af Trefjum á skömmum tíma. Hinn  báturinn heitir Tranöy.

Bjarni segir í samtali í nýjustu Fiskifréttum að hann geri ráð fyrir um 900 tonna afla á hvorn bát á ári og er uppistaðan ýsa. Stærsti kvótinn í   11 metra kerfinu er 53 tonn af þorski upp úr sjó en svo eru frjálsar veiðar á ýsu og ufsa.

“Þorskurinn er bara meðafli hjá okkur og við reynum að forðast hann eins og hægt er til þess að dæmið gangi upp. Reyndar eru þessar þorskveiðiheimildir ekki allt og sumt sem við fáum því þegar komið er fram á vor er leyfður 20-30% meðafli af þorski án kvóta. Á haustin er meðaflaprósentan ýmist aukin eða minnkuð eftir atvikum,” segir Bjarni.

Sjá nánar viðtal við Bjarna í Fiskifréttum.