Nýir peningaseðlar verða settir í umferð í Noregi árið 2016. Hafið er leiðarstefið í myndskreytingu nýju seðlanna. Þannig mun mynd af þorski prýða framhlið 200 króna seðilsins (ígildi 3.700 ISK).

Á 50 krónu seðlinum verður mynd af vita, á 100 krónu seðlinum víkingaskip, á 500 krónu seðlinum björgunarskip og á 1000 krónu seðlinum bylgjumótív.

Til samanburðar má rifja upp (þar sem Íslendingar eru í ríkum mæli hættir að nota peninga í daglegum viðskiptum) að fiskamyndir prýða íslensku myntina en sögufrægar persónur eru á íslensku seðlunum.

Norski seðlabankinn efndi til samkeppni um myndskreytingu nýju peningaseðlanna og tóku átta hönnunarfyrirtæki þátt í henni.