Þorskur og loðna í Barentshafi hafa á undanförnum árum leitað æ lengra norður og austur í hafið. Þetta stafar af stækkun þessara stofna, hækkun sjávarhita og bráðnun íss. Í rannsóknaleiðöngrum nýliðins árs fannst loðna austar í nokkru sinni fyrr og það sama var að segja um þorskinn sem væntanlega hefur verið að elta loðnuna.
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Sú spurning hefur vaknað hvort aukin hlýnun á norðurslóðum kunni að leiða til þess að fiskistofnar leiti enn norðar, framhjá Svalbarða og inni í Norður-Íshafið. Norskir fiskifræðingar telja það ólíklega þróun. Líklegra sé að þessir stofnar leiti í auknum mæli inn í Karahafið sem er hafsvæðið norðan og austan við eyjarnar Novaja Semlja, sem er að öllu leyti í rússneskri lögsögu.