Í síðustu viku var fluttur til heimahafnar á  Drangsnesi á Ströndum nýr bátur sem þar mun þjóna í allsérstöku tilraunaverkefni sem snýst um að rækta þorsk í netabúrum neðansjávar á sjálfbæran hátt án fóðurgjafar.

Verkefnið hefur ekki farið hátt frá því að það hófst fyrir alvöru á árinu 2021. Það er unnið í samstarfi við norskan aðila. Einn af stærstu eigendum Ocean EcoFarm í dag er Ísfélagið í Vestmannaeyjum.

„Ocean EcoFarm ehf. hefur unnið að rannsóknar- og þróunarverkefni í þrjú ár á Drangsnesi í Steingrímsfirði. Verkefnið snýr að því að rannsaka hvort hægt sé að rækta þorsk á miklu dýpi á svæði sem hefur yfir að ráða góðu æti,“ segir Jón Örn Pálsson, verkefnastjóri hjá Ocean Ecofarm.

Þorskrækt undir radarnum

Þorskurinn er í tunnulaga netabúrum á áttatíu til níutíu metra dýpi úti af höfninni í Kokkálsvík. Fylgst er með því sem gerist í gegnum myndavélar.

Halldór Höskuldsson, Halldór Logi Friðgeirsson, Óskar Hafsteinn Halldórsson og Jón Örn Pálsson hafa allir unnið að Ocean EcoFarm verkefninu. Mynd/Aðsend
Halldór Höskuldsson, Halldór Logi Friðgeirsson, Óskar Hafsteinn Halldórsson og Jón Örn Pálsson hafa allir unnið að Ocean EcoFarm verkefninu. Mynd/Aðsend

Aðstandendur verkefnisins eru sparir á upplýsingar á núverandi stigi og segja að að menn hafi til þessa kosið að halda verkefninu í Steingrímsfirði undir radar. Það sé meðal annars vegna þess að verið sé að þróa nýja aðferð og hanna búnað og að sömuleiðis sé enn unnið að ýmsum leyfismálum.

Nýr bátur markar nýjan kafla

„Þróunarverkefni sem þetta þarf að hugsa til lengri tíma enda hafa fjölmörg tæknileg vandamál komið upp sem hafa haft áhrif á gang verkefnisins. Við höfum þurft að þróa eigin tækjabúnað og aðferðir sem hafa tekið mikinn tíma,“ segir Jón Örn.

Í síðustu viku kom til heimahafnar á Drangsnesi tvíbytnan Högni ST sem var smíðuð í Noregi af Lextor Marin. Báturinn, sem verður notaður til að þjónusta þorskabúrinn í Kokkálsvík, er tólf metra metra langur og fimm metrar á breidd.

„Hann mun koma að góðum notum við verkefnið enda er nauðsynlegt að hafa góðan tækjabúnað í öllu sem við erum að gera,“ segir Jón Örn.

Ljósagangur í undirdjúpunum

Sem fyrr segir eru þeir sem koma að þorskræktarverkefninu ekki tilbúnir að sýna strax á öll sín spil. Samkvæmt heimildum Fiskifrétta hefur Ocean EcoFarm til þessa verið með fjögur búr sem eru allt að eitt hundrað rúmmetrar að stærð á allt að níutíu metra dýpi úti af höfninni í Kokkálsvík.

Tæknin sem tilraunin byggir á mun snúast um að nota ljósabúnað til laða ljósátu og annað æti, til dæmis krabbaflær, inn í búrin og vera þannig fæða fyrir þorskana.

Bjartsýni og aukin umsvif

Finnur Ólafsson, oddviti Kaldrananeshrepps og Jón Örn Pálsson. Mynd/Aðsend
Finnur Ólafsson, oddviti Kaldrananeshrepps og Jón Örn Pálsson. Mynd/Aðsend

Þótt menn vilji ekki segja hvernig til hafi tekist til þessa munu niðurstöðurnar til þessa hafa verið jákvæðar. Það endurspeglast í því að nú hefur verið keyptur fyrrnefndur þjónustubátur að verkefninu enda mun standa til að auka umsvifin í Steingrímsfirði. Fyrir hendi er rannsóknarleyfi til ársloka 2026.

Á árunum 2021 og 2022 var samkvæmt ársreikningum Ocean EcoFarm eignfærður þróunarkostnaður upp á um 195 milljónir króna sem endurspeglar hversu mikil fjárfestingin í verkefninu var þá orðin. Uppjör fyrir nýliðið ár liggur ekki enn fyrir.

Norskur upphafsmaður

Það var Norðmaðurinn Vidar Saue sem upphaflega stofnaði Ocean EcoFarm ehf. á árinu 2019 í gegnum félagið Brage Innovation AS og átti þá 67 prósent í félaginu en eignarhlutur Saue hefur minnkað með árunum.

Mynd sem sýna átti netabúrin fylgdi frétt RÚV í september 2019. Mynd/Efla
Mynd sem sýna átti netabúrin fylgdi frétt RÚV í september 2019. Mynd/Efla

Sagt var frá því í ríkisútvarpinu í lok september það ár að til stæði að afla leyfa fyrir tilraunaverkefni í samvinnu við verkfræðistofuna Eflu og Hafrannsóknastofnun. Um væri að ræða tækni sem Saue hefði einkaleyfi fyrir og snerist um að búa til ljós án þess að nota raforku frá rafhlöðu eða snúru frá landi heldur með efnahvörfum.

„Þannig að sú aðgerð í fiskeldi að gefa stöðugt fóður og kaupa fóður, sem er mjög hár kostnaðarliður, dettur niður í þessu tilfelli,“ var haft eftir Hafsteini Helgasyni, sviðsstjóra viðskiptaþróunar hjá Eflu,í frétt RÚV.

Í síðustu viku var fluttur til heimahafnar á  Drangsnesi á Ströndum nýr bátur sem þar mun þjóna í allsérstöku tilraunaverkefni sem snýst um að rækta þorsk í netabúrum neðansjávar á sjálfbæran hátt án fóðurgjafar.

Verkefnið hefur ekki farið hátt frá því að það hófst fyrir alvöru á árinu 2021. Það er unnið í samstarfi við norskan aðila. Einn af stærstu eigendum Ocean EcoFarm í dag er Ísfélagið í Vestmannaeyjum.

„Ocean EcoFarm ehf. hefur unnið að rannsóknar- og þróunarverkefni í þrjú ár á Drangsnesi í Steingrímsfirði. Verkefnið snýr að því að rannsaka hvort hægt sé að rækta þorsk á miklu dýpi á svæði sem hefur yfir að ráða góðu æti,“ segir Jón Örn Pálsson, verkefnastjóri hjá Ocean Ecofarm.

Þorskrækt undir radarnum

Þorskurinn er í tunnulaga netabúrum á áttatíu til níutíu metra dýpi úti af höfninni í Kokkálsvík. Fylgst er með því sem gerist í gegnum myndavélar.

Halldór Höskuldsson, Halldór Logi Friðgeirsson, Óskar Hafsteinn Halldórsson og Jón Örn Pálsson hafa allir unnið að Ocean EcoFarm verkefninu. Mynd/Aðsend
Halldór Höskuldsson, Halldór Logi Friðgeirsson, Óskar Hafsteinn Halldórsson og Jón Örn Pálsson hafa allir unnið að Ocean EcoFarm verkefninu. Mynd/Aðsend

Aðstandendur verkefnisins eru sparir á upplýsingar á núverandi stigi og segja að að menn hafi til þessa kosið að halda verkefninu í Steingrímsfirði undir radar. Það sé meðal annars vegna þess að verið sé að þróa nýja aðferð og hanna búnað og að sömuleiðis sé enn unnið að ýmsum leyfismálum.

Nýr bátur markar nýjan kafla

„Þróunarverkefni sem þetta þarf að hugsa til lengri tíma enda hafa fjölmörg tæknileg vandamál komið upp sem hafa haft áhrif á gang verkefnisins. Við höfum þurft að þróa eigin tækjabúnað og aðferðir sem hafa tekið mikinn tíma,“ segir Jón Örn.

Í síðustu viku kom til heimahafnar á Drangsnesi tvíbytnan Högni ST sem var smíðuð í Noregi af Lextor Marin. Báturinn, sem verður notaður til að þjónusta þorskabúrinn í Kokkálsvík, er tólf metra metra langur og fimm metrar á breidd.

„Hann mun koma að góðum notum við verkefnið enda er nauðsynlegt að hafa góðan tækjabúnað í öllu sem við erum að gera,“ segir Jón Örn.

Ljósagangur í undirdjúpunum

Sem fyrr segir eru þeir sem koma að þorskræktarverkefninu ekki tilbúnir að sýna strax á öll sín spil. Samkvæmt heimildum Fiskifrétta hefur Ocean EcoFarm til þessa verið með fjögur búr sem eru allt að eitt hundrað rúmmetrar að stærð á allt að níutíu metra dýpi úti af höfninni í Kokkálsvík.

Tæknin sem tilraunin byggir á mun snúast um að nota ljósabúnað til laða ljósátu og annað æti, til dæmis krabbaflær, inn í búrin og vera þannig fæða fyrir þorskana.

Bjartsýni og aukin umsvif

Finnur Ólafsson, oddviti Kaldrananeshrepps og Jón Örn Pálsson. Mynd/Aðsend
Finnur Ólafsson, oddviti Kaldrananeshrepps og Jón Örn Pálsson. Mynd/Aðsend

Þótt menn vilji ekki segja hvernig til hafi tekist til þessa munu niðurstöðurnar til þessa hafa verið jákvæðar. Það endurspeglast í því að nú hefur verið keyptur fyrrnefndur þjónustubátur að verkefninu enda mun standa til að auka umsvifin í Steingrímsfirði. Fyrir hendi er rannsóknarleyfi til ársloka 2026.

Á árunum 2021 og 2022 var samkvæmt ársreikningum Ocean EcoFarm eignfærður þróunarkostnaður upp á um 195 milljónir króna sem endurspeglar hversu mikil fjárfestingin í verkefninu var þá orðin. Uppjör fyrir nýliðið ár liggur ekki enn fyrir.

Norskur upphafsmaður

Það var Norðmaðurinn Vidar Saue sem upphaflega stofnaði Ocean EcoFarm ehf. á árinu 2019 í gegnum félagið Brage Innovation AS og átti þá 67 prósent í félaginu en eignarhlutur Saue hefur minnkað með árunum.

Mynd sem sýna átti netabúrin fylgdi frétt RÚV í september 2019. Mynd/Efla
Mynd sem sýna átti netabúrin fylgdi frétt RÚV í september 2019. Mynd/Efla

Sagt var frá því í ríkisútvarpinu í lok september það ár að til stæði að afla leyfa fyrir tilraunaverkefni í samvinnu við verkfræðistofuna Eflu og Hafrannsóknastofnun. Um væri að ræða tækni sem Saue hefði einkaleyfi fyrir og snerist um að búa til ljós án þess að nota raforku frá rafhlöðu eða snúru frá landi heldur með efnahvörfum.

„Þannig að sú aðgerð í fiskeldi að gefa stöðugt fóður og kaupa fóður, sem er mjög hár kostnaðarliður, dettur niður í þessu tilfelli,“ var haft eftir Hafsteini Helgasyni, sviðsstjóra viðskiptaþróunar hjá Eflu,í frétt RÚV.