Stjórnvöld í Grænlandi hafa tilkynnt að þorskkvóti strandveiðiflotans á árinu 2017 verði 36.500 tonn. Veiðiráðgjöf vísindamanna hljóðaði upp á 12.379 tonn, þannig að kvótinn er þrisvar sinnum meiri en veiðiráðgjöfin.
Þar með endurtekur sagan sig frá því á síðasta ári, því vísindamenn lögðu til rúmlega 12.000 tonna kvóta en niðurstaðan varð 34.400 tonn eftir að kvótinn hafði verið aukinn tvisvar á árinu, fyrst um haustið og síðan aftur í desember.
Gert er ráð fyrir lokunum svæða fyrir veiðum á hrygningartíma þorsksins í samráði við vísindamenn og hagsmunaaðila.