Botnfiskafli í mars dróst saman um 988 tonn frá mars 2012 og nam rúmum 45.100 tonnum. Þar af var þorskaflinn rúm 25.800 tonn, sem er aukning um tæp 2.300 tonn frá fyrra ári. Ýsuaflinn nam tæpum 5.000 tonnum sem er rúmum 1.500 tonnum minni afli en í mars 2012. Karfaaflinn dróst saman um rúm 1.800 tonn samanborið við mars 2012 og nam tæpum 6.100 tonnum. Tæp 3.700 tonn veiddust af ufsa sem er 142 tonna aukning frá mars 2012.
Afli uppsjávartegunda nam rúmum 158.300 tonnum, sem er um 15.600 tonnum meiri afli en í mars 2012. Aukningu í uppsjávarafla má rekja til rúmlega 15.900 tonna aukningu í loðnuafla en aflinn nam 157.400 tonnum í mars 2013.
Alls nam fiskaflinn 207 þús. tonnum í mars 2013 samanborið við 193 þús. tonn í sama mánuði árið áður.
Í frétt á vef Hagstofunna r segir að heildaraflinn í nýliðnum marsmánuði, metinn á föstu verði, hafi verið 6,1% minni en í mars 2012. Það sem af er árinu hafi aflinn dregist saman um 9,6% miðað við sama tímabil 2012, sé hann metinn á föstu verði.