Neytendaverndaryfirvöld í Rússlandi ætla að herða eftirlit með innflutningi á sjávarafurðum frá Japan ef landið hrindir í framkvæmd áætlun um að hleypa geislavirku vatni úr Daiichi kjarnorkuverinu í Fukushima í Kyrrahafið.

Rússland er í hópi margra annarra ríkja sem hafa lýst því yfir að strangara eftirlit verði tekið upp með innflutningi á japönskum sjávarafurðum í kjölfar áætlana japanskra yfirvalda. Kínversk stjórnvöld lýstu því sama yfir 6. Júlí síðastliðinn og það gerðu einnig Suður-Kórea og Hong Kong.

Reyndar er bann við innflutningi á öllum japönskum sjávarafurðum til Kína frá Japan allt frá því kjarnorkuverið í Fukushima skemmdist í flóðbylgju í kjölfar jarðskjálfta 11. mars 2011. Undanþágur hafa þó náð til hluta innflutnings frá 37 af 47 stjórnsýslusvæðum í Japan á undanförnum árum. Búist er við að Kína banni innan tíðar alfarið innflutning á japönskum sjávarafurðum til landsins.

Neytendaverndaryfirvöld í Rússlandi ætla að herða eftirlit með innflutningi á sjávarafurðum frá Japan ef landið hrindir í framkvæmd áætlun um að hleypa geislavirku vatni úr Daiichi kjarnorkuverinu í Fukushima í Kyrrahafið.

Rússland er í hópi margra annarra ríkja sem hafa lýst því yfir að strangara eftirlit verði tekið upp með innflutningi á japönskum sjávarafurðum í kjölfar áætlana japanskra yfirvalda. Kínversk stjórnvöld lýstu því sama yfir 6. Júlí síðastliðinn og það gerðu einnig Suður-Kórea og Hong Kong.

Reyndar er bann við innflutningi á öllum japönskum sjávarafurðum til Kína frá Japan allt frá því kjarnorkuverið í Fukushima skemmdist í flóðbylgju í kjölfar jarðskjálfta 11. mars 2011. Undanþágur hafa þó náð til hluta innflutnings frá 37 af 47 stjórnsýslusvæðum í Japan á undanförnum árum. Búist er við að Kína banni innan tíðar alfarið innflutning á japönskum sjávarafurðum til landsins.