,,Það hefur verið rólegt yfir steinbítsveiðunum á þessu hausti, alveg frá því að við hófum þær í september. Þetta hefur verið óttalegt náskrap. Það gerir okkur erfitt fyrir að sífellt stærri hluti steinbítsmiðanna hefur verið lokaður fyrir veiðum og þar við bætist slæmt tíðarfar sem er fylgifiskur haustsins,” segir Jónatan Ásgeirsson afleysingaskipstjóri á togaranum Stefni ÍS frá Hnífsdal í samtali við Fiskifréttir.

,,Við einbeitum okkur að steinbítnum á haustin og fram á vetur enda er steinbítsverðið á þeim árstíma jafnan best. Aflinn er seldur ísaður á fiskmörkuðum heima eða erlendis. Við vorum heppnir í síðasta túr en þá fékkst 580 króna meðalverð fyrir kílóið á markaði hér heima en annars hefur algengt verð verið á bilinu 300-350 krónur á kílóið.

Sjá nánar viðtal í Fiskifréttum.