Myndir sem náðust nýlega af humri í sjónum við Maine í Bandaríkjunum benda til að fullvaxinn humar hafi breyst í „mannætu“ sem éti minni humra. Innan dýrafræðinnar kallast það sjálfrán þegar dýr éta einstaklinga af sömu tegund.

Vísindamenn við háskólann í Maine segja að þetta sé í fyrsta sinn sem myndir hafi nást að sjálfráni humars. Ástæðan fyrir þessari breyttu hegðun humarsins er talin vera hlýnun sjávar , mikill vöxtur stofnsins af  þeim völdum og ofveiði á náttúrulegri fæðu humarsins.

http://www.fis.com/fis/worldnews/worldnews.asp?l=e&country=0&special=&monthyear=&day=&id=62498&ndb=1&df=0