Ísfisktogararnir Vestmannaey VE og Bergur VE lönduðu báðir fullfermi í Eyjum í gærmorgun.

Þetta kemur fram á vef Síldarvinnslunnar þar sem segir að nú að lokinni afar góðri vertíð hafi verið hægt á veiðinni hjá báðum skipum.

Haft er eftir Agli Guðna Guðnasyni, skipstjóra á Vestmannaey, að nú væri veitt fyrir austan.

Áhersla á aðrar tegundir en þorsk

„Við fengum aflann á Papagrunni og tókum tvo hol í Berufjarðarál í leit að ufsa án teljandi árangurs. Aflinn var að mestu leyti ýsa og síðan dálítill þorskur með. Það var ævintýraleg veiði á vetrarvertíðinni og uppistaðan í veiðinni var þorskur. Nú verða menn að einbeita sér að öðrum tegundum,” segir Egill Guðni á svn.is.

Þá er haft eftir Jón Valgeirssyni, skipstjóra á Bergi, að mikil þorskveiði á vertíðinni hefði það í för með sér að nú þyrftu menn að leggja áherslu á aðrar tegundir.

Einn túr eftir fyrir sjómannadagshelgina

„Við vorum fyrir austan á sömu slóðum og Vestmannaey og aflinn var mest ýsa, dálítið af þorski og smotterí af ufsa,” segir Jón. Nú hafi hægt verulega á veiðinni eftir rífandi góða vertíð.

Fram kemur að Vestmannaey og Bergur haldi væntanlega halda aftur til veiða morgun og að það verði síðasti túr þeirra fyrir sjómannadagshelgina.

Ísfisktogararnir Vestmannaey VE og Bergur VE lönduðu báðir fullfermi í Eyjum í gærmorgun.

Þetta kemur fram á vef Síldarvinnslunnar þar sem segir að nú að lokinni afar góðri vertíð hafi verið hægt á veiðinni hjá báðum skipum.

Haft er eftir Agli Guðna Guðnasyni, skipstjóra á Vestmannaey, að nú væri veitt fyrir austan.

Áhersla á aðrar tegundir en þorsk

„Við fengum aflann á Papagrunni og tókum tvo hol í Berufjarðarál í leit að ufsa án teljandi árangurs. Aflinn var að mestu leyti ýsa og síðan dálítill þorskur með. Það var ævintýraleg veiði á vetrarvertíðinni og uppistaðan í veiðinni var þorskur. Nú verða menn að einbeita sér að öðrum tegundum,” segir Egill Guðni á svn.is.

Þá er haft eftir Jón Valgeirssyni, skipstjóra á Bergi, að mikil þorskveiði á vertíðinni hefði það í för með sér að nú þyrftu menn að leggja áherslu á aðrar tegundir.

Einn túr eftir fyrir sjómannadagshelgina

„Við vorum fyrir austan á sömu slóðum og Vestmannaey og aflinn var mest ýsa, dálítið af þorski og smotterí af ufsa,” segir Jón. Nú hafi hægt verulega á veiðinni eftir rífandi góða vertíð.

Fram kemur að Vestmannaey og Bergur haldi væntanlega halda aftur til veiða morgun og að það verði síðasti túr þeirra fyrir sjómannadagshelgina.