Fyrsta loðna vertíðarinnar kom til Fáskrúðsfjarðar á sunnudag þegar norska uppsjávarskipið Vendla kom með 300 tonn af loðnu sem verður fryst fyrir Austur-Evrópu markað. Það hefð fyrir því hjá Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði að færa áhöfn skips sem kemur með fyrsta loðnufarminn tertu. Ekki var brugðið út af þeirri hefð þegar Vendla landaði aflanum. Skipið fékk loðnuna um 50 mílur austur af Fáskrúðsfirði.