Framkvæmdastjóri Iceland Pelagic segir sölu á síld og makríl til Austur-Evrópu ganga venju samkvæmt. Blikur séu þó á lofti í ljósi hárra vaxta og aukins fjármagnskostnaðar

„Heilt yfir gengur þetta ágætlega,“ segir Magnús Sigurðsson, framkvæmdastjóri Iceland Pelagic sem annast sölu á frystum uppsjávarfiski frá Brimi, Ísfélaginu og Skinney Þinganesi.

Magnús segir Iceland Pelagic aðallega selja til Austur-Evrópu, fyrst og fremst makríl, síld og loðnuhænga.

„Það hefur verið stöðugt,“ svarar Magnús spurður um verðið í því ástandi sem ríkir vegna stríðsrekstursins í Úkraínu. „Síldarverðin hafa verið góð en það er aðeins meiri pressa í makrílnum. En það eru samt ekki miklar breytingar.“

Að sögn Magnúsar kemur staðan betur í ljós þegar árið er á enda. „Núna er aðalsölutíminn hjá okkur fyrir jólin,“ bendir hann á.

Meiri gæði heilt yfir

Lagerstöðuna segir Magnús í svipuðu horfi og á síðustu árum og eins og við sé að búast miðað við tíma ársins. „Við erum reyndar með mikla lagerstöðu núna því við erum nýbúnir í síldarvertíðinni og makrílvertíðinni þar á undan,“ segir hann.

Fiskinn segir Magnús vera í svipuðum gæðum og verið hafi og jafnvel betri en í fyrra. „Síldin er auðvitað í frábærum gæðum hérna rétt við landið. Það sem var veitt af makríl í íslensku lögsögunni var mjög flott en það er aðeins lengra að fara í Smuguna og gæðin þaðan aðeins lakari. En tilfinningin er að heilt yfir séu gæðin aðeins betri en í fyrra,“ segir Magnús. Þetta endurspeglist vitanlega að einhverju leyti í verðinu.

Úkraína öflugur kaupandi

„Við erum alltaf að undra okkur á hvað Úkraína er öflug,“ segir Magnús um viðskipti við hina stríðshrjáðu þjóð. Mikið sé einnig selt til Póllands. „Þetta eru þessir hefðbundnu síldarog makrílmarkaðir. Við seljum meira unna vöru til Póllands, það er að segja flök en meira heilt og flapsað til Úkraínu.“

Fiskinum frá Iceland Pelagic er ekið úr frystigeymslum í Litháen og Póllandi í flutningabílum til kaupenda. Magnús segir að það gangi heilt yfir vel þrátt fyrir stöðuna í Úkraínu.

Nú þegar veiðum á norsk-íslensku síldinni er lokið liggur fyrir að fara næst í íslensku síldina. Magnús segir útlitið hvað það varði ágætt.

Óskandi að stríðinu linnti

„Við eigum langa sögu á þessum mörkuðum, þekkjum vel til og erum vanir ýmsu,“ segir

Magnús sem eins og fyrr segir telur ástandið stöðugt á mörkuðunum. Hann hefur þó fyrirvara á. „Mér finnst vera einhver teikn á lofti. Vextir eru að hækka og það finna allir fyrir hærri fjármagnskostnaði.“ Enginn sé undanskilinn áhrifum af þessu.

„Við erum að keppa við annað prótein en þar stöndum við ágætlega að vígi,“ segir Magnús um samkeppnina.

„En maður óttast ástandið í þessum heimi og óskar að það mynda linna þessu stríði og allri þessari vitleysu. Og ekki voru fréttirnar góðar frá Ísrael um helgina,“ segir framkvæmdastjóri Iceland Pelagic.

Framkvæmdastjóri Iceland Pelagic segir sölu á síld og makríl til Austur-Evrópu ganga venju samkvæmt. Blikur séu þó á lofti í ljósi hárra vaxta og aukins fjármagnskostnaðar

„Heilt yfir gengur þetta ágætlega,“ segir Magnús Sigurðsson, framkvæmdastjóri Iceland Pelagic sem annast sölu á frystum uppsjávarfiski frá Brimi, Ísfélaginu og Skinney Þinganesi.

Magnús segir Iceland Pelagic aðallega selja til Austur-Evrópu, fyrst og fremst makríl, síld og loðnuhænga.

„Það hefur verið stöðugt,“ svarar Magnús spurður um verðið í því ástandi sem ríkir vegna stríðsrekstursins í Úkraínu. „Síldarverðin hafa verið góð en það er aðeins meiri pressa í makrílnum. En það eru samt ekki miklar breytingar.“

Að sögn Magnúsar kemur staðan betur í ljós þegar árið er á enda. „Núna er aðalsölutíminn hjá okkur fyrir jólin,“ bendir hann á.

Meiri gæði heilt yfir

Lagerstöðuna segir Magnús í svipuðu horfi og á síðustu árum og eins og við sé að búast miðað við tíma ársins. „Við erum reyndar með mikla lagerstöðu núna því við erum nýbúnir í síldarvertíðinni og makrílvertíðinni þar á undan,“ segir hann.

Fiskinn segir Magnús vera í svipuðum gæðum og verið hafi og jafnvel betri en í fyrra. „Síldin er auðvitað í frábærum gæðum hérna rétt við landið. Það sem var veitt af makríl í íslensku lögsögunni var mjög flott en það er aðeins lengra að fara í Smuguna og gæðin þaðan aðeins lakari. En tilfinningin er að heilt yfir séu gæðin aðeins betri en í fyrra,“ segir Magnús. Þetta endurspeglist vitanlega að einhverju leyti í verðinu.

Úkraína öflugur kaupandi

„Við erum alltaf að undra okkur á hvað Úkraína er öflug,“ segir Magnús um viðskipti við hina stríðshrjáðu þjóð. Mikið sé einnig selt til Póllands. „Þetta eru þessir hefðbundnu síldarog makrílmarkaðir. Við seljum meira unna vöru til Póllands, það er að segja flök en meira heilt og flapsað til Úkraínu.“

Fiskinum frá Iceland Pelagic er ekið úr frystigeymslum í Litháen og Póllandi í flutningabílum til kaupenda. Magnús segir að það gangi heilt yfir vel þrátt fyrir stöðuna í Úkraínu.

Nú þegar veiðum á norsk-íslensku síldinni er lokið liggur fyrir að fara næst í íslensku síldina. Magnús segir útlitið hvað það varði ágætt.

Óskandi að stríðinu linnti

„Við eigum langa sögu á þessum mörkuðum, þekkjum vel til og erum vanir ýmsu,“ segir

Magnús sem eins og fyrr segir telur ástandið stöðugt á mörkuðunum. Hann hefur þó fyrirvara á. „Mér finnst vera einhver teikn á lofti. Vextir eru að hækka og það finna allir fyrir hærri fjármagnskostnaði.“ Enginn sé undanskilinn áhrifum af þessu.

„Við erum að keppa við annað prótein en þar stöndum við ágætlega að vígi,“ segir Magnús um samkeppnina.

„En maður óttast ástandið í þessum heimi og óskar að það mynda linna þessu stríði og allri þessari vitleysu. Og ekki voru fréttirnar góðar frá Ísrael um helgina,“ segir framkvæmdastjóri Iceland Pelagic.