Grænlensk skip veiddu alls um 11.190 tonn af norsk-íslenskri síld í grænlensku lögsögunni í sumar og haust, samkvæmt upplýsingum sem Fiskifréttir fengu frá Grænlandi. Tilraunakvótinn var 15 þúsund tonn. Fáein skip stunduðu beinar síldveiðar en einnig fékkst lítillega af síld sem meðafli við makrílveiðar.

Makrílveiðar í grænlensku lögsögunni námu 78 þúsund tonnum eins og fram hefur komið í Fiskifréttum. Þá má geta þess að grænlensku skipi fengu 31 tonn af kolmunna og 4 tonn af gulllaxi.