Kristrún RE veiddi tæp þúsund tonn af grálúðu í sumar að því er fram kemur á vefnum aflafrettir.is.
Kristrún RE hóf veiðar á grálúðu í net í maí og landaði í byrjun hvers mánaðar nema í ágúst þegar skipið landaði tvisvar. Samtals kom Kristrún RE með 985 tonn af grálúðu og má áætla að aflaverðmætið hafi verið um 665 milljónir króna, að sögn aflafretta.is.
Kristrún RE var eini netabáturinn sem stundaði þessar veiðar og er þetta langbesta grálúðuvertíðin hjá skipinu og líka sú lengsta.