Litlar breytingar hafa verið á útflutningi sjávarafurða frá Íslandi til Kína eftir að fríverslunarsamningur þjóðanna tók gildi fyrir tveimur árum. Verðmætið var 7,6 milljarðar á síðasta ári. Nú kann að verða breyting á því þar sem 22. júní sl. undirrituðu sjávarútvegsráðherra Íslands og ráðherra gæðamála í Kína  samning þar sem staðfest var að tilteknar fiskafurðir uppfylltu heilbrigðiskröfur kínverskra stjórnvalda, nánar tiltekið fryst skrápflúra, frystur skötuselur, ferskur þorskur og ufsi og fersk síld.

Friðleifur Friðleifsson sölustjóri Iceland Seafood segir í samtali við Fiskifréttir að miklir möguleikar séu í sölu á ferskum fiski til Kína, sérstaklega í svokölluðum bleikfiski, þ.e. laxi og regnbogasilungi og jafnvel bleikju. Á vef SFS kemur fram að reiknað sé með að þessar tegundir fái afgreiðslu hjá kínverskum yfirvöldum á þessu ári eða byrjun næsta árs.‘

Sjá nánar um möguleika í sölu til Kína í nýjustu Fiskifréttum.