Hafrannsóknastofnun hefur birt niðurstöður úr árlegum vorleiðangri sínum sem lauk 1. júní sl. Í samantekt á vef Hafró segir eftirfarandi:
Hiti í efri sjávarlögum í hlýsjónum sunnan við landið, líkt og var vorið 2015, var nokkuð lægri en verið hefur að jafnaði síðustu tvo áratugi. Selta var heldur lægri en undanfarin ár sunnan við landið. Hiti vestan við land var nærri meðallagi og hafði hækkað frá því á síðasta ári. Yfirborðslög fyrir norðan og austan land voru um og yfir meðallagi í hita og seltu.
Vorkoma gróðurs var víða vel á veg komin. Mest áberandi voru nær samfelldir gróðurflekkir yfir landgrunninu bæði norðan og sunnan landsins. Átumagn var nálægt langtímameðaltali.
Sjá nánar á vef Hafró.