Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) mun leggja fram veiðiráðgjöf sína í loðnu hinn 9. júní næstkomandi. Þá kemur í ljós hvort ráðið mælir með því að leyft verði að veiða loðnu við Ísland, Jan Mayen og Grænland á þessu sumri eða hvort bíða þurfi til vetrarvertíðar 2012.
Þetta kemur fram á vef samtaka norskra útgerðarmanna. Hinn 9. júní er einnig von á veiðiráðgjöf fyrir næsta ár í þorski, ýsu, ufsa, karfa og grálúðu í Barentshafi.
Hins vegar þarf að bíða til haustsins eftir veiðiráðgjöf ICES í norsk-íslenskri síld, kolmunna, makríl og loðnu í Barentshafi.