Íslensku sjávarútvegsverðlaunin 2011 voru afhent við athöfn í Gerðasafni í Kópavogi í gærkvöldi. Að verðlaununum standa Íslenska sjávarútvegssýningin, Fiskifréttir og tímaritið World Fishing.
Sturla Þórðarsson skipstjóri í Neskaupstað hlaut verðlaunin í flokknum Framúrskarandi fiskimaður.
HB Grandi var fyrir valinu í flokknum Framúrskarandi útgerð.
Síldarvinnslan var verðlaunahafi í flokknum Framúrskarandi fiskvinnsla.
Guðrún Lárusdóttir framkvæmdastjóri Stálskipa í Hafnarfirði fékk verðlaunin í flokknum Framúrskarandi framlag til íslensks sjávarútvegs.
Hampiðjan varð fyrir valinu í flokknum Framúrskarandi íslenskur framleiðandi – Veiðar (stærri fyrirtæki). Fyrirtækið fékk einnig verðlaunin í flokknum Besta nýja varan á sýningunni.
Trefjar hlaut verðlaunin í flokknum Framúrskarandi íslenskur framleiðandi – Veiðar (smærri fyrirtæki).
Héðinn fékk verðlaunin í flokknum Framúrskarandi íslenskur framleiðandi – Fiskivinnslubúnaður.
Vélfag á Ólafsfirði hlaut verðlaunin í flokknum Framúrskarandi íslenskur framleiðandi – fiskvinnslubúnaður (smærri fyrirtæki).
Marel varð fyrir valinu í flokknum Framúrskarandi framleiðandi á heildina séð.
Sjóvá fékk verðlaun fyrir besta sýningarbásinn af minni gerðinni.
Skeljungur hlaut verðlaun fyrir besta sýningarbásinn af stærri gerðinni.
Danski hópsýningarbásinn var talinn sá besti.
Amerro Engineering hlaut verðlaunin í flokknum Framúrskarandi alþjóðlegur framleiðandi - Veiðar (minni fyrirtæki).
Transas varð fyrir valinu í flokknum Framúrskarandi alþjóðlegur framleiðandi - Veiðar ( stærri fyrirtæki)
Nock Maschinenbau fékk verðlaunin í flokknum Framúrskarandi alþjóðlegur framleiðandi - Fiskvinnslubúnaður (minni fyrirtæki.
Baader hlaut verðlaunin í flokknum Framúrskarandi alþjóðlegur framleiðandi - Fiskvinnslubúnaður (stærri fyrirtæki).