Frægir kvikmyndaleikarar halda áfram að leggja herferðinni FishLove lið með því að sitja fyrir naktir með fiska í fanginu. Herferðinni er ætlað að vekja athygli á meintri ofveiði ýmissa fisktegunda og beina neytendum að öðrum tegundum sem minna eru borðaðar. Þorskur er til dæmis á listanum yfir vinsælan fisk sem samtökin hvetja fólk til að sniðganga en borða í staðinn makríl eða síld.
Nýjustu myndirnar í herferðinni má sjá HÉR , en í fyrra voru aðrar myndir birtar HÉRNA og ÞARNA.